þriðjudagur, 13. nóvember 2007

Tannsmiðir og gyðingar

Rakst nýlega á frétt þar sem sagði að Yad Vashem stofnunin í Ísrael hefði opnað gagnagrunn yfir fórnarlömb útrýminga nasista. Fór að gramsa þarna af forvitni, og leitaði m.a. af langömmu og fleiri af Künstlich ættinni. Fann þó nokkra með því nafni, en erfitt að segja hversu algengt nafn þetta hefur verið.

Mamma hélt lengi vel að Künstlich þýddi listrænn. Hún var frekar hissa þegar hún sá þetta prentað utan á kassa af mandarínum fyrir mörgum árum. Orðið þýðir í raun 'artificial'. Afi kom með þá útskýringu að þegar gyðingar í Rúmeníu reyndu að samlagast samfélaginu á 19. öld, hefðu þeir margir tekið upp þýsk ættarnöfn. Oft notuðu menn einfaldlega nafnið á þeirri iðn sem þeir stunduðu, einsog t.d. Schumacher. Künstlich kom vegna þess að langafi og þar áður faðir hans bjuggu til gerfitennur og gerfilimi. Líklega er það þessvegna sem læknamenntun hefur síðan verið viðloðandi ættinni.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

test

20. nóvember 2007 kl. 22:27  

Skrifa ummæli

<< Home