laugardagur, 17. nóvember 2007

Blæju Mercedes og Búdda

Ég las skemmtilega frétt í Shanghai Daily um daginn, sem lýsir dálítið hvernig Kína er að breytast. Í miðju Shanghai er búddamusteri sem er kallað Jingan Temple. Einn daginn lenti kona þar í deilum við einn vörðinn við inngang musterisins, því hún vildi fá að keyra blæju Mercedes bílnum sínum alveg uppað musterinu, en vörðurinn sagði henni að bílar væru ekki leyfðir innan svæðisins. Konan æsti sig upp og var svo komið að lokum að lítill múgur hafði myndast í kringum hana. Loks steig konan útúr bílnum og endaði með að bíta í eyrað á eldri konu sem hafði blandað sig í rifrildið. Að svo komnu kom lögregla á vettgang og handók bitvarginn. Samkvæmt lögregluskýrslum mun hún hafa afsakað athæfi sitt með því að henni fyndist að venjulegir Kínverjar skildu ekki þarfir ríka fólksins.

Miðað við öra fjölgun miljarðamæringa í Kína spái ég því að brátt munum við sjá svona Aktu-Taktu musteri með VIP pössum og valet parking.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home