Not Made In China
Fyrir nokkrum árum, heimsótti einn kínverskur vinur okkur þegar við áttum ennþá heima á Íslandi. Þetta var í fyrsta skipti sem sá hafði farið út úr Kína, og þarna sat hann allt í einu í rammíslensku eldhúsi nokkuð dasaður eftir ferðalagið. Svona til að dempa framandleikann þá tók ég uppá því að benda honum á allt sem væri framleitt í Kína í kringum hann. Ég var frekar undrandi yfir því hversu hátt hlutfall það reyndist vera.
Þegar ég sjálfur stóð í sömu sporum og hann ári seinna, nýlentur í Shanghai, þá virtist mér einsog spegilmyndin væri fullkomin:
Kínverska millistéttin hefur stækkað gríðarlega á síðustu árum, og nú er því spáð að uppruni hagvaxtar Kína muni á næstu árum færast frá framleiðslu og útflutningi yfir í einkaneyslu. Á hverjum degi ársins opnar einn nýr KFC staður í Kína, og þá er yfirleitt ekki langt í næsta Starbucks. Eftir þann málsverð mun fína kínverska vísitölu millistéttarfjölskyldan væntanlega keyra á nýju Toyotuni að heimsækja IKEA og velja kannski fínt SVALÖV borð til að hafa við KARLSTAD sófasettið. Á meðan beðið er geta unglingarnir bætt einhverju við Facebook síðuna sína eða flirtað á MSN úr krökkuðu iPhone símunum sínum. Umræðuefnið þeirra verður eflaust hver verður kosinn út í Chinese Idol þetta sama kvöld. Flutningabílstjórinn og heimilisfaðirinn geta svo skeggrætt hvaða hlutabréf eigi að kaupa eða selja þessa vikuna á Shanghai Stock Exchange.
Ósjálfráð viðbrögð okkar við þessu sem sönnum íslenskum bourgeois bohemians var á endanum að velja að búa í miðju gömlu kínversku hverfi, ferðast um á reiðhjólum og kaupa gömul kínversk fake-antík húsgögn. Ætli maður fari ekki svo að safna síðu hökuskeggi og taka smá taichi við sólarupprás, svona áður en götuverslanirnar fara að blasta kínverska hip-hoppinu úr getttóblasterunum.
Þegar ég sjálfur stóð í sömu sporum og hann ári seinna, nýlentur í Shanghai, þá virtist mér einsog spegilmyndin væri fullkomin:
Kínverska millistéttin hefur stækkað gríðarlega á síðustu árum, og nú er því spáð að uppruni hagvaxtar Kína muni á næstu árum færast frá framleiðslu og útflutningi yfir í einkaneyslu. Á hverjum degi ársins opnar einn nýr KFC staður í Kína, og þá er yfirleitt ekki langt í næsta Starbucks. Eftir þann málsverð mun fína kínverska vísitölu millistéttarfjölskyldan væntanlega keyra á nýju Toyotuni að heimsækja IKEA og velja kannski fínt SVALÖV borð til að hafa við KARLSTAD sófasettið. Á meðan beðið er geta unglingarnir bætt einhverju við Facebook síðuna sína eða flirtað á MSN úr krökkuðu iPhone símunum sínum. Umræðuefnið þeirra verður eflaust hver verður kosinn út í Chinese Idol þetta sama kvöld. Flutningabílstjórinn og heimilisfaðirinn geta svo skeggrætt hvaða hlutabréf eigi að kaupa eða selja þessa vikuna á Shanghai Stock Exchange.
Ósjálfráð viðbrögð okkar við þessu sem sönnum íslenskum bourgeois bohemians var á endanum að velja að búa í miðju gömlu kínversku hverfi, ferðast um á reiðhjólum og kaupa gömul kínversk fake-antík húsgögn. Ætli maður fari ekki svo að safna síðu hökuskeggi og taka smá taichi við sólarupprás, svona áður en götuverslanirnar fara að blasta kínverska hip-hoppinu úr getttóblasterunum.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home