Gúrkur
Mér hlýnaði um hjartarætur þegar ég sá frétt um það að einhver skyldi hafa tekið sig til og ekið upp Bankastræti nýlega.
Ég man það vel sem krakki að oft var talað um þann möguleika að einhver væri nógu vitlaus til að keyra upp Bankastræti og Laugaveg. Eða jafnvel niður Hverfisgötu. Allt þetta töldust viðsjárverðir atburðir, og allir höfðu á takteinum eina eða tvær flökkusögur um slíkt sem hægt var að japla á á leið í skólann.
Heimsmyndin riðlaðist aðeins þegar farið var að leyfa akstur í báðar áttir á Hverfisgötu. Þetta var svona einsog sólmiðjukenning Kóperníkusar: Hin eilífa og sígilda regla hafði riðlast. Núorðið eru þessar tvær götur ekki lengur ying og yang Reykjavíkur og þar með alls heimsins í kringum allt hverfist, heldur krúttlegar smágötur í tómlegum miðbæ (þegar útlendinga nýtur ekki við) í lítilli borg í litlu landi með fullt af skuldum.
Mér fannst því eitthvað sætt að ennþá teldist það frétt að einhver álpaðist til að keyra upp einstefnu.
Mig minnir einnig að fyrir mörgum árum hafi bjórdós sprungið í frystikistu á Akureyri. Það var að minnsta kosti frétt þá. Eflaust má fletta henni upp á timarit.is. Spurning um hvort einhver bjórdós hafi sprungið í einhverri frystikistu um helgina.
Ég man það vel sem krakki að oft var talað um þann möguleika að einhver væri nógu vitlaus til að keyra upp Bankastræti og Laugaveg. Eða jafnvel niður Hverfisgötu. Allt þetta töldust viðsjárverðir atburðir, og allir höfðu á takteinum eina eða tvær flökkusögur um slíkt sem hægt var að japla á á leið í skólann.
Heimsmyndin riðlaðist aðeins þegar farið var að leyfa akstur í báðar áttir á Hverfisgötu. Þetta var svona einsog sólmiðjukenning Kóperníkusar: Hin eilífa og sígilda regla hafði riðlast. Núorðið eru þessar tvær götur ekki lengur ying og yang Reykjavíkur og þar með alls heimsins í kringum allt hverfist, heldur krúttlegar smágötur í tómlegum miðbæ (þegar útlendinga nýtur ekki við) í lítilli borg í litlu landi með fullt af skuldum.
Mér fannst því eitthvað sætt að ennþá teldist það frétt að einhver álpaðist til að keyra upp einstefnu.
Mig minnir einnig að fyrir mörgum árum hafi bjórdós sprungið í frystikistu á Akureyri. Það var að minnsta kosti frétt þá. Eflaust má fletta henni upp á timarit.is. Spurning um hvort einhver bjórdós hafi sprungið í einhverri frystikistu um helgina.
2 Comments:
Afi minn var Lögga og ég hef þessa sögu frá pabba mínum.
Rétt eftir að jepparnir frá Willis komu til landsins, öllum líkndum um 1950 þá stöðvaði afi einn sem var að keyra upp Bankastrætið að nóttu til, þega engin umferð var.
Afi segir við hann "Heyrðu þú getur ekki keyrt hérna upp!"
Gaurinn lítur á afa og segir, "Hva? Þetta er jeppi ég kemst allt á þessu!"
Mango Gold Slot - Free Demo Play - Updated!
Play the Mango Gold slot for free in demo 바카라사이트 mode with no download required! Try this online slot for free gioco digitale and enjoy the best slots, paylines and クイーンカジノ
Skrifa ummæli
<< Home