mánudagur, 9. mars 2009

Hvarf 3ja heimsins

Það hefur verið nokkur umræða um gildi þess að geta skoðað gögn og tölfræðilegar upplýsingar með aðgengilegum hætti til að átta sig á umfangi kreppunar á Íslandi. Sér í lagi er lofsvert framtak Hjálmars Gíslasonar með gagnamarkaðinn sinn.

Mikilvægi framsetningar á gögnum nær hinsvegar til allra upplýsinga. Hér er áhugaverður fyrirlestur eftir Hans Rosling, prófessor við Karolinska Institutet, þar sem hann setur fram gögn um þróun efnahags og lífshátta í heiminum með þeim hætti að mönnum verður ljóst hversu mikil þróun hefur í raun átt sér stað á síðustu 30 árum, og þá sér í lagi í Asíu.
Hann er svo virkur með vef, þar sem er bæði að finna tól til framsetningar á gögnum, sem og fleiri fyrirlestra þar sem dauð gögn eru lífguð við.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home