þriðjudagur, 25. nóvember 2008

Mea culpa


Mér hefur verið bent á að í færslu minni um EVE Fan Fest fyrir nokkrum vikum þá taldi ég líklegt að útflutningstekjur CCP væru sambærilegar við tekjur af loðnu. Verð ég þar að viðurkenna léléga talnavinnslu, því amk fyrir árið 2007 þá eru brúttótekjur af loðnu um 4 sinumm hærri þegar allt er saman talið. Ég var reyndar með árið 2008 í huga en jafnvel þar er líklegt að þetta sé rangt hjá mér, og kannski ekki rétt að geta sér til um núverandi ár miðað við geigvænlegar sveiflur á gengi. Fyrir 2007 verð ég víst að láta mig næga kolmunna. Kannski komumst við í ufsa eða síld á þessu ári :)

Ég vildi jafnframt árétta að því fer fjarri að þessi samanburður hafi verið gerður til að rýra hlut sjávarútvegs á Íslandi, heldur frekar að setja tölur í samhengi sem menn skilja.

En rétt skal vera rétt.

3 Comments:

Blogger Kristján Valur said...

Mig langar að geta farið út í fiskbúð og keypt mér loðnu og kolmunna. Af hverju er það ekki hægt?

25. nóvember 2008 kl. 17:57  
Anonymous Nafnlaus said...

...og þá er það afgreitt og úr sögunni og allir ganga frá borðinu upplýstari en áður! Og með ólaskaða sjálfsvirðingu og orðspor líka. Þú hefðir nú samt getað ásakað þann sem kom með athugasemd um að annarlegar orsakir byggju að baki þeim, nú eða að þær séu byggðar á misskilningi, bara svona að gömlum og góðum íslenskum sið, ha?

25. nóvember 2008 kl. 18:45  
Blogger Unknown said...

Hér er smá úttekt á tölunum:
- http://hjalli.com/2008/11/25/ccp-og-lodnan/

Mér sýnist þú alveg geta talað um loðnuna fyrir 2008 :)

25. nóvember 2008 kl. 21:39  

Skrifa ummæli

<< Home