Meira um bankaleynd
Ætlaði að skrifa um bankaleynd, en sá að Björn Bjarnason hefur einnig bryddað uppá því. Margir bankamenn láta einsog bankaleynd sé einhverskonar Hippokratesareiður sem þeir þurfa að ríghalda í. Samkvæmt þessum heimildum, þá var þetta eitthvað sem svissnenskir bankar tóku upp á um 1934 til að vernda einhverja franska miljónamæringa. Þegar menn velta þessu fyrir sér er í raun erfitt að finna nein dæmi um það hvenær bankaleynd gegnir einhverju öðru hlutverki en því að hylja eitthvað vafasamt, og í því samhengi er hún í raun bara marketing gimmick hjá bönkum til að fá viðskipti.
Kannski er eitthvað trade-off í því að ef það væri engin bankaleynd þá myndu öll vafasöm viðskipti verða enn erfiðari í rannsókn, en þá má færa rök fyrir því að í bankahruni einsog við höfum upplifað, þá megi alveg tímabundið aflétta slíka leynd.
Jafnframt má vera að erfitt yrði að auglýsa Ísland sem eitthvað bankaparadís eftir það, en ég held að sá draumur sé löngu horfinn hvort eð er.
4 Comments:
snýst þetta ekki um að fólk fái almennt að vera í friði með sín einkamálefni?
Íslensk bankaleynd er mjög veik, t.d. í samanburði við Sviss / Lúx.
Hér hafa skattyfirvöld og lögregla mjög ríkar heimildir til skoðunar. Eru menn að leggja til að fjölmiðlar fái slíkar heimildir? Hvaða bull er þetta?
málið er að þúsundir miljarða skuldir sem knésetja heilt þjóðfélag eru ekki einkamálefni eins né neins.
Er sammála þér Kjartan,
um leið og ég hef ekkert að fela er fólki frjálst að skoða hvað ég skulda mikið í húsinu mínu.
Það eru eingöngu þeir sem hafa eitthvað að fela sem vilja bankaleind.
Það þarf eingöngu að fjölga skýringum í ársreikningum. Allar lánveitingar til tengdra aðila ætti t.d. að birta, niður á krónu og á hvaða kjörum þau eru.
Bankaleynd eru nauðsynleg að einhverju leyti. Ég vil t.d. ekki að hreyfingar á bankareikningi mínum verði birtar opinberlega. Ég vil heldur ekki að kreditkortafærslur mínar verði birtar. Ég vil ekki að hver sem er geti sent inn fyrirspurn og athugað stöðuna á lánum og reikningum mínum í banka. Haldið þið að það verði gaman í atvinnuviðtölum þegar vinnuveitandinn dregur upp bankaupplýsingarnar og byrjar að spyrja um hin og þessi smáatriði.
Stjórnvöld hafa öll þau tól sem þau vilja til að skoða allt sem þau vilja í bönkum á Íslandi. Þau höfðu bara engan áhuga á því fyrir bankahrun og þar liggur hundurinn grafinn. Áhugaleysi og samtrygging.
Skrifa ummæli
<< Home