fimmtudagur, 6. nóvember 2008

EVE Fan-fest

image Smá góðar fréttir svona í öllu bölmóðinu: EVE fan-fest var að hefjast í Laugardalshöll. Líklega milli 1-2 þúsund af tæplega 300 þ. spilurum EVE í öllum heiminum hittast í nokkra daga á Íslandi til að loksins sjá hvor aðra augliti til auglitis og fræðast um það sem er á döfinni hjá okkur.

Við sendum um 7 manns hérna frá Kína yfir til Íslands fyrir þetta tilefni, og fyrir marga þeirra er þetta fyrsta skipti sem þeir stíga fæti á erlendri grund.

Ef einhver skyldi vera forvitinn að sjá hvernig iðnað má búa til hér á landi annan en að bræða ál og bora göng, þá ætti viðkomandi að hugleiða að kíkja á svæðið, ef það eru enn lausir miðar. Ef menn spila ekki leikinn þá verður upplifelsið væntanlega líkt því að vera á annarri plánetu, en það er jú tilgangurinn með þessu öllu saman.

Til glöggvunar á þessum iðnaði, má benda á að stærsti leikur þessarar tegundar í heiminum, World of Warcraft, veltir í dag því sem nemur hálfum fjárlögum ríkisins. Hlutur EVE í útflutningi Íslands hinsvegar er líklega sambærilegur við heildarútflutning loðnu eða kísiljárns.(sjá seinni tíma athugasemd við þessum pósti hér)

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Fyrir áhugasama:

https://fanfest.eve-online.com/ticketsclosed.asp

Fanfest 2008 online ticket sales closed

Tickets will be available for direct purchase at the venue at the information desk.

If you missed out this year, please plan ahead for a bigger and better Fanfest in 2009

6. nóvember 2008 kl. 18:45  

Skrifa ummæli

<< Home