Ár Rottunnar
Eftir rúmlega viku munu Kínverjar halda uppá nýtt ár. Þetta eru um 2ja vikna löng veisluhöld sem hefjast á nýju tungli sem er sjálft nýárið og enda á fullu tungli, sem kallast hátíð luktanna. Þessi hátíðarhöld eru líklega þau allra mikilvægustu á árinu fyrir Kínverja, en aðrar asískar þjóðir halda líka uppá þessa hátíð að einhverju leyti.
Fyrsta vikan er almennt frí fyrir flesta Kínverja, og er þá venjan að fara í heimabæinn sinn sem er oft hundruði kílómetra í burtu og halda þar mikla fjölskylduveislu. Yngra fólkið úr stórborgunum hittir þá aftur foreldra, afa og ömmur, sem oft lifa í sárri fátækt í þorpunum. Gjarnan eru þá gefnar peningagjafir í svokölluðum ‘rauðum umslögum’ og er það eflaust vel þegið. Þegar rúmlega miljarður manna eru þannig komnir á faraldsfæti, þá er útkoman náttúrulega mikil örtröð og ringulreið í almenningssamgöngum. Á þessu ári mun ástandið líklega vera sínu verr en áður sökum slæms tíðarfars. Þótt að hátíðin öll gangi undir nafninu Vorhátíðin, þá er ekki beint hægt að segja að það sé komið neitt vor hér. Þetta er meira svona einsog sumardagurinn fyrsti á Íslandi. Eitthvað viðhorf til bjartsýnis.
Hér í Shanghai er búið að snjóa síðustu 5 daga eða svo, sem er algjört einsdæmi því að yfirleitt snjóar hér aldrei. Við þessar aðstæður leggst þessi 20 miljóna manna borg náttúrulega á hliðina, enda enginn hér sérstaklega búinn til að mæta vetrarhörkum. Lestarferðir falla niður og þúsundir manna sitja fastir á leið sinni í heimabæina og þurfa að hafast við í óupphituðum og yfirfullum lestarstöðvum. Allir lestarmiðar eru löngu uppseldir, enda oft keyptir upp af misyndismönnum sem selja þá svo aftur dýrum dómum rétt fyrir hátíðarnar. Hraðbrautum hefur verið lokað vegna veðurs og orkuveitan ræður vart undir því álagi þegar allir eru með rafmagshitann á fullu, þannig að sumar borgir verða rafmagnslausar í mestu kuldunum. Er svo komið að stjórnvöld mæla með að fólk sleppi því hreinlega að fara til heimahaga að sinni.
Svo bætir ekki úr skák á allar vísitölur hér hafa verið í frjálsu falli síðustu vikur einsog annars staðar í heiminum, og er þó úr sérlega háum söðli að falla, því að vöxtur verðbréfamarkaða hér síðustu 2-3 árin hefur verið stjarnfræðilegur og eflaust löngu kominn tími á leiðréttingu.
En mér virðist samt allir vera nokkuð glaðir og bjartsýnir, og ég efa það ekki að Kínverjanir verði jafnduglegir og áður að sprengja kínverja og skjóta rakettum yfir hátíðarnar. Persónulega er ég að skjótast til Íslands, þar sem von er á nýjum erfingja, og er hálffeginn að losna við öll lætin, enda er hér sprengt í marga daga í röð hvenær sem er sólarhrings. Tilgangurinn með öllum hamagangnum er að reka burt djöfla og illar vættir, og væntanlega verður þá meiri værð þegar við komum aftur.
Síðasta árið var ár gullna svínsins, sem er jafnframt það síðasta í 12 ára lotu kínverska dagatalsins. Nú tekur við ár rottunnar og byrjar þá hringurinn aftur. Þó að rottan sé ekki sérlega vinsæl á vesturlöndum, þá er hin stjörnufræðilega rotta Kínverja mikill skörungur. Hún er klár og framagjörn og vinnur hörðum höndum fyrir sig og sína. Ég held að þannig lýsi hún kínverjum nokkuð vel.
Fyrsta vikan er almennt frí fyrir flesta Kínverja, og er þá venjan að fara í heimabæinn sinn sem er oft hundruði kílómetra í burtu og halda þar mikla fjölskylduveislu. Yngra fólkið úr stórborgunum hittir þá aftur foreldra, afa og ömmur, sem oft lifa í sárri fátækt í þorpunum. Gjarnan eru þá gefnar peningagjafir í svokölluðum ‘rauðum umslögum’ og er það eflaust vel þegið. Þegar rúmlega miljarður manna eru þannig komnir á faraldsfæti, þá er útkoman náttúrulega mikil örtröð og ringulreið í almenningssamgöngum. Á þessu ári mun ástandið líklega vera sínu verr en áður sökum slæms tíðarfars. Þótt að hátíðin öll gangi undir nafninu Vorhátíðin, þá er ekki beint hægt að segja að það sé komið neitt vor hér. Þetta er meira svona einsog sumardagurinn fyrsti á Íslandi. Eitthvað viðhorf til bjartsýnis.
Hér í Shanghai er búið að snjóa síðustu 5 daga eða svo, sem er algjört einsdæmi því að yfirleitt snjóar hér aldrei. Við þessar aðstæður leggst þessi 20 miljóna manna borg náttúrulega á hliðina, enda enginn hér sérstaklega búinn til að mæta vetrarhörkum. Lestarferðir falla niður og þúsundir manna sitja fastir á leið sinni í heimabæina og þurfa að hafast við í óupphituðum og yfirfullum lestarstöðvum. Allir lestarmiðar eru löngu uppseldir, enda oft keyptir upp af misyndismönnum sem selja þá svo aftur dýrum dómum rétt fyrir hátíðarnar. Hraðbrautum hefur verið lokað vegna veðurs og orkuveitan ræður vart undir því álagi þegar allir eru með rafmagshitann á fullu, þannig að sumar borgir verða rafmagnslausar í mestu kuldunum. Er svo komið að stjórnvöld mæla með að fólk sleppi því hreinlega að fara til heimahaga að sinni.
Svo bætir ekki úr skák á allar vísitölur hér hafa verið í frjálsu falli síðustu vikur einsog annars staðar í heiminum, og er þó úr sérlega háum söðli að falla, því að vöxtur verðbréfamarkaða hér síðustu 2-3 árin hefur verið stjarnfræðilegur og eflaust löngu kominn tími á leiðréttingu.
En mér virðist samt allir vera nokkuð glaðir og bjartsýnir, og ég efa það ekki að Kínverjanir verði jafnduglegir og áður að sprengja kínverja og skjóta rakettum yfir hátíðarnar. Persónulega er ég að skjótast til Íslands, þar sem von er á nýjum erfingja, og er hálffeginn að losna við öll lætin, enda er hér sprengt í marga daga í röð hvenær sem er sólarhrings. Tilgangurinn með öllum hamagangnum er að reka burt djöfla og illar vættir, og væntanlega verður þá meiri værð þegar við komum aftur.
Síðasta árið var ár gullna svínsins, sem er jafnframt það síðasta í 12 ára lotu kínverska dagatalsins. Nú tekur við ár rottunnar og byrjar þá hringurinn aftur. Þó að rottan sé ekki sérlega vinsæl á vesturlöndum, þá er hin stjörnufræðilega rotta Kínverja mikill skörungur. Hún er klár og framagjörn og vinnur hörðum höndum fyrir sig og sína. Ég held að þannig lýsi hún kínverjum nokkuð vel.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home