þriðjudagur, 22. janúar 2008

Gainsbourg á íslensku. Hluti 1

Franski tónlistarmaðurinn Serge Gainsbourg var mikill töffari. Strax á unga aldri leit hann út eins og ‘dirty old man’, með Gauloise sígarettu ævinlega hangandi úr munnvikinu og vískýglasið aldrei langt undan. Hann var gjarnan umkringdur ungum gyðjum einsog Brigitte Bardot og Jane Birkin sem hann notaði sem einskonar ‘muse’ og samdi með þeim popplög í anda síns samtíma, en þó ávalt með myrkum og pervetískum undirtónum sem komu fram í snilldartextum hans.

Honum tókst að endurnýja sig reglulega, og höfðaði þannig til margra kynslóða allt þar til hann dó fyrir um 15 árum og enn eru menn að remixa lögin hans. Þannig var hann einskonar Megas Frakka.

Ég hef stundum otað lögum með Gainsbourg að vinum mínum, sem vissulega hafa kunnað ágætlega við tónlist hans, en ég hef þó alltaf haft efasemdir um hversu raunverulega væri hægt að meta hann án þess að skilja textana. Mér fannst alltaf broslegt áður fyrr á böllum hér á Íslandi þegar menn skelltu laginu ‘Je t’aime, moi non plus’ sem lokavangalaginu og þótti afar rómantískt. Textinn er hinsvegar nánast anatómísk lýsing á bólförum. Kannski við hæfi miðað við áætlað framhald.

Ein af mínum uppháldsplötum með honum er ‘Histoire de Melody Nelson’, gefin út 1971. Þetta er stutt plata, en með sterka heildarmynd, og einsog við mátti búast af honum, er sú mynd frekar á jaðrinum á siðferðinu. Platan lýsir í stuttu máli atburðarás, þar sem hann keyrir óvart Rollsinn sinn á breska unglingsstúlku á hjóli. Hann hlúir að henni en upp úr því þróast funheitt forboðið ástarsamband sem endar með að stúlkan deyr í flugslysi.

Ég tók mig til og snaraði nokkrum textum af þeirri plötu yfir á íslensku. Þetta verður þó ekki að teljast bókmenntaleg þýðing, þar sem maðurinn er illþýðanlegur í bundnu máli með ótal orðaleikjum. Þarna er meira verið að reyna að fanga merkinguna og andrúmsloftið. Kannski það hjálpi mönnum að meta enn frekar þessa plötu.

Fyrstu tvö lögin lýsa fyrstu ‘kynnum’ hans af Melody Nelson, en svo heitir stúlkan.

1. Melody (menn geta hlustað á lagið hér)
Les ailes de la Rolls effleuraient des pylones
Quand m’étant malgré moi egaré
Nous arrivames ma Rolls et moi dans une zone
Dangeureuse, un endroit isolé

La-bas, sur le capot de cette Silver Ghost
De dix-neuf cent dix s’avance en éclaireur
La Vénus d’argent du radiateur
Dont les voiles légers volent aux avant-postes

Hautaine, dédaigneuse, tandis que hurle le poste
De radio couvrant le silence du moteur
Elle fixe l’horizon et l’esprit ailleurs
Semble tout ignorer des trottoirs que j’accoste

Ruelles, culs-de-sac aux stationnements
Interdits par la loi, le coeur indifférent
Elle tient les mors de mes vingt-six chevaux-vapeur

Princesses des ténebres, archange maudit
Amazone modern style que le sculpteur
En anglais, surnomma Spirit of Ecstasy

Ainsi je déconnais avant que je ne perdre
Le controle de la Rolls. J’avancais lentement
Ma voiture dériva et un heurt violent
Me tira soudain de ma reverie. Merde!

J’apercus une roue de vélo a l’avant
Qui continuait de rouler en roue libre
Et comme une poupée qui perdait l’équilibre
La jupe retroussée sur ses pantalons blancs

- Tu t’appelles comment?
- Melody
- Melody comment?
- Melody Nelson

Melody Nelson a les cheveux rouges
Et c’est leur couleur naturelle
Vangar Rollsins strukust við stauranna,
þegar afvegaleiddir, ég og hann,
bar okkur að hættulegum
afviknum stað

Framan við mig, á stefni þessa Silver Ghosts
frá 1910, tranar útvörðurinn sér fram,
silfruð Venus húddsins
með fínlegar slæður sem blakta til forustu

Upphafin og fjarlæg, meðan útvarpið
yfirgnæfir þögn vélargnýsins,
starir hún annars hugar á ystu sjónarrönd
og virðist sama hvert för minni sé heitið

Í smágötum og blindgötum
þar sem hvergi má nema staðar
heldur hún blæbrigðalaus á taum hestafla minna

Drottning myrkursins, fallinn engill,
nútíma amasón sem skapari hennar
nefndi ‘Spirit of Ecstasy’

Þannig reikaði hugur minn
er ég hægt missti stjórn á Rollsinum
sem bar af leið þar til þungt högg
reif mig til baka. Fjárinn!

Útundan sá ég gjörð af reiðhjóli
sem snerist enn án afláts
og líkt og dúkku sem misst hafði jafnvægið
með pilsið flett upp fyrir hvítu buxurnar.

- Hvað heitirðu?
- Melody
- Melody hvað?
- Melody Nelson

Melody Nelson var rauðhærð
og það er hennar eiginlegi litur


2. La Ballade de Melody Nelson (hlusta á lagið hér)

Ca c’est l’histoire
De Melody Nelson
Qu’a part moi-meme personne
N’a jamais pris dans ses bras
Ca vous étonne
Mais c’est comme ca

Elle avait de l’amour
Pauvre Melody Nelson
Ouais, elle en avait des tonnes
Mais ses jours étaient comptés
Quatorze automnes
Et quinze étés

Un petit animal
Que cette Melody Nelson
Une adorable garconne
Et si délicieuse enfant
Que je n’ai connue
Qu’un instant

Oh! Ma Melody
Ma Melody Nelson
Aimable petite conne
Tu étais la condition
Sine qua non
De ma raison
Þetta er sagan
um Melody Nelson
sem engan faðm hlaut
annan en minn
kemur ykkur á óvart
en þannig er það

Hún hafði ást að gefa
veslings Melody Nelson
Já, hún hafði glás af henni
en hennar dagar voru taldir
fjórtán vetra
og fimmtán sumra

Lítið villidýr
hún Melody Nelson
yndislegur hnokki
og svo unaðsfullt barn
sem ég kynntist
aðeins um stund

Æ! Mín Melody
Mín Melody Nelson
kurteisi litli kjáni
þú varst eina
haldreipi
ráðs míns

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir mig Kjartan!

Ég hef alltaf gaman að því að rekast á umfjöllun um þennan franska meistara. Sjálfur elska ég hann útaf lífinu þrátt fyrir að ég skilji ekki bofs í frönsku, þannig að ég þakka innilega fyrir þýðingarnar. Og þar sem ég sé að færslan heitir "Gainsbourg á íslensku 1. hluti" bíð ég spenntur eftir framhaldinu.

22. janúar 2008 kl. 11:25  
Blogger Tinna said...

Mæli með myndbrotinu:

http://www.youtube.com/watch?v=5CGGjkT_bhM

ef þú þekkir það ekki nú þegar.

Kv. Tinna Jóhannsdóttir

23. janúar 2008 kl. 19:04  

Skrifa ummæli

<< Home