þriðjudagur, 11. desember 2007

Pútín og Mongólanir

Photo Sharing and Video Hosting at PhotobucketÉg var að enda við að horfa á myndina Mongol eftir rússneska leikstjórann Sergei Bodrov. Hún er afskaplega áhrifamikil og ljóðræn mynd um uppgang Gengis Khans á 12. öld, sem endaði með að leggja undir sig hálfan heiminn og olli beint og óbeint miklum breytingum í sögu mannkyns.

Mynd þessi leiddi hugann aftur að bók Kisingers, 'Diplomacy' sem ég hef áður skrifað um hér. Í kaflanum sem fjallar um orsök Kalda Stríðsins, nefnir hann einn atburð sem olli straumhvörfum í samskiptum Rússa og Bandaríkjana. Það er Símskeytið Langa (e. The Long Telegram) skrifað af George F. Kennan sem var þá starfsmaður í bandaríska sendiráðinu í Moskvu. Í 8,000 orðum þótti hann hafa fangað eðli rússneskrar utanríkisstefnu. Samkvæmt mati hans hefði hún mótast fyrir mörgum öldum síðan, og hefði lítið breyst síðan: Það væri sama hvort litið væri til Tsaranna eða sóvesku harðstjórana. Hér er tilvitnun í þetta fræga skeyti:

At bottom of Kremlin's neurotic view of world affairs is traditional and instinctive Russian sense of insecurity. Originally, this was insecurity of a peaceful agricultural people trying to live on vast exposed plain in neighborhood of fierce nomadic peoples. To this was added, as Russia came into contact with economically advanced West, fear of more competent, more powerful, more highly organized societies in that area. But this latter type of insecurity was one which afflicted rather Russian rulers than Russian people; for Russian rulers have invariably sensed that their rule was relatively archaic in form fragile and artificial in its psychological foundation, unable to stand comparison or contact with political systems of Western countries. For this reason they have always feared foreign penetration, feared direct contact between Western world and their own, feared what would happen if Russians learned truth about world without or if foreigners learned truth about world within. And they have learned to seek security only in patient but deadly struggle for total destruction of rival power, never in compacts and compromises with it.

Maður fær því ákveðið 'déja vu' þegar maður heyrir Pútín fara með ræður þar sem hann virðist einmitt höggva í sama knérunn og reynir að ala upp á óöryggi Rússa gagnvart öllum nágrönnum nær sem fjær. Það skyldi þó ekki vera að eitthvað sannleiksbrot í skeytinu langa og að eina lækning Rússa við sitt eðlislæga óöryggi væri að kjósa (eða fá) yfir sig alskyns harðstjóra.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home