Um niðurrif og uppbyggingu
Dálítið rætt um niðurrif húsa í Reykjavík þessa stundina. Virðist vera svona árstíðabundin umræða.
Sú umræða er mér ekki svo fjarri. Bjó mín æskuár í litlu gömlu húsi á Lindargötunni sem fjölskyldan var voða stolt af, þar sem það var okkar fyrsta alvöru eign. Reykjavíkurborg ákvað svo einhverntímann á áttunda áratugnum að öll þessi hús væru óprýði og gerðu eignarnám í þeim, þannig að við vorum tilneydd til að selja, og húsið rifið stuttu seinna. Í tuttugu ár eftir það horfði ég á vanhirt malarplan þar sem bílar lögðu þvers og kruss þar sem ég áður hafði mínar ljúfsáru bernskuminningar. Loks voru byggðar þarna stórar ljótar blokkir, og hefur eflaust þótt mikið framfaraspor hjá einhverjum verkfræðingum og arkitektum.
Hér í Shanghai hefur borgin gengið í gegnum tryllingslega endurnýjun síðustu 20 ár. Heilu sögulegu hverfin hafa horfið, og í staðinn hafa skógar af blokkum risið. Að mörgu leyti er það orðið eitt af einkennum þessarar borgar. Engu að síður er núna komin ákveðin hreyfing til að sporna við þessu. Menn eru farin að sjá að allar þessar kröfur um 'nútímaleg' verslunarrými leiða bara til stöðnunar og einsleitni, og hver hefur ánægju að reika um marga kílómetra af 'mollum'?
Áhugaverðustu hverfin hér eru einmitt þessi svokölluðu niðurníddu hverfi, þar sem litlar verslanir og listamenn hafa fundið sér athvarf innan um blöndu af hefðbundnum kínverskum húsum og frönskum Art Deco villum frá þriðja áratug síðustu aldar. Þar þrífst hið óvenjulega og nýstárlega. Einhvernveginn deyða þessi svokölluðu 'nútímalegu rými' alla skapandi hugsun, og í staðinn fá menn hina stöðluðu glóbaliseru neytendaupplifun.
Persónulega sé ekkert sérstaklega eftir þessum húsum sem rífa á á Laugaveginum, en menn ættu samt að fara varlega í það sem þau óska sér: það sem gæti komið í staðinn gæti hæglega orðið mun verri óskapnaður.
Ég á t.d. margar góðar nýlegar minningar frá Sirkus, enda var CCP lengi vel í húsinu við hliðiná á Klapparstígnum. Ætli það komi ekki í staðinn einhver hi-design staður þar sem menn geta kúkað í Starck klósett hlustandi á einhverja lounge tónlist. Þangað myndi ég ómögulega nenna að fara.
Sú umræða er mér ekki svo fjarri. Bjó mín æskuár í litlu gömlu húsi á Lindargötunni sem fjölskyldan var voða stolt af, þar sem það var okkar fyrsta alvöru eign. Reykjavíkurborg ákvað svo einhverntímann á áttunda áratugnum að öll þessi hús væru óprýði og gerðu eignarnám í þeim, þannig að við vorum tilneydd til að selja, og húsið rifið stuttu seinna. Í tuttugu ár eftir það horfði ég á vanhirt malarplan þar sem bílar lögðu þvers og kruss þar sem ég áður hafði mínar ljúfsáru bernskuminningar. Loks voru byggðar þarna stórar ljótar blokkir, og hefur eflaust þótt mikið framfaraspor hjá einhverjum verkfræðingum og arkitektum.
Hér í Shanghai hefur borgin gengið í gegnum tryllingslega endurnýjun síðustu 20 ár. Heilu sögulegu hverfin hafa horfið, og í staðinn hafa skógar af blokkum risið. Að mörgu leyti er það orðið eitt af einkennum þessarar borgar. Engu að síður er núna komin ákveðin hreyfing til að sporna við þessu. Menn eru farin að sjá að allar þessar kröfur um 'nútímaleg' verslunarrými leiða bara til stöðnunar og einsleitni, og hver hefur ánægju að reika um marga kílómetra af 'mollum'?
Áhugaverðustu hverfin hér eru einmitt þessi svokölluðu niðurníddu hverfi, þar sem litlar verslanir og listamenn hafa fundið sér athvarf innan um blöndu af hefðbundnum kínverskum húsum og frönskum Art Deco villum frá þriðja áratug síðustu aldar. Þar þrífst hið óvenjulega og nýstárlega. Einhvernveginn deyða þessi svokölluðu 'nútímalegu rými' alla skapandi hugsun, og í staðinn fá menn hina stöðluðu glóbaliseru neytendaupplifun.
Persónulega sé ekkert sérstaklega eftir þessum húsum sem rífa á á Laugaveginum, en menn ættu samt að fara varlega í það sem þau óska sér: það sem gæti komið í staðinn gæti hæglega orðið mun verri óskapnaður.
Ég á t.d. margar góðar nýlegar minningar frá Sirkus, enda var CCP lengi vel í húsinu við hliðiná á Klapparstígnum. Ætli það komi ekki í staðinn einhver hi-design staður þar sem menn geta kúkað í Starck klósett hlustandi á einhverja lounge tónlist. Þangað myndi ég ómögulega nenna að fara.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home