þriðjudagur, 18. desember 2007

Ísland Uber Alles

Það er sérkennilegt að horfa á Ísland úr fjarlægð verða að fjölþjóðasamfélagi.

Margir virðast vera hissa á þessari þróun og vita ekki almennilega hvernig þeir eiga að díla við það. Allt í einu fara menn að grúska í einhven síð-19-aldar rómantísma um Ísland og halda að hið íslensksa þjóðareðli snúist um að vera í ullarsokkum og drekka heita mjólk fyrir svefninn, og svo lengi sem menn haldi í það, þá verðum við þetta sterka aríska þjóðfélag sem þrátt fyrir allan aumingjaskap síðustu alda geti sýnt heiminum langa fingur og með einhverjum undursamlegum hætti verið klárari en allir aðrir.

Þettta er svo fjarri lagi.

Í einhverjum skilningi lifum við í einskonar helíosentrísku þjóðfélagi. Alveg einsog bandaríkjamenn og sóvétmenn á sínum tíma höfðu áhrif á það hvernig heimskort voru vörpuð í mismunandi hnitakerfi. Hjá bandaríkjunum þá völdu þau hnitakerfi þar sem Rússsland leit út fyrir að vera minna en það í raun var, en hjá Rússunum völdu menn hnitakerfi þar sem Bandaríkin komu fram sem ógnvekjandi totur sem seildust til Rússlands bæði frá austri og vestri.

Hið íslenska helíosentríska þjóðfélag brýst fram í íslenskum VISA kortum, þar sem Ísland er fyrir miðju og sólargeislarnir standa út frá miðju þess, eins og á japanska fánanum.

Í dag hafa menn áhyggjur af því að hið íslenska þjóðareðli sé í hættu vegna þess að pólskir píparar séu að róta í hinn séríslenska saur eða að lítháiskir glæpónar séu að selja miðaldra kynþyrstum körlum kynlíf.

Einfalda svarið við því er að ef okkar þjóðfélag á raunverulega undir högg að sækja vegna ásóknar pípara og hórumangara, þá er kannski ekkert varið í þetta blessaða þjóðfélag. Alvöru þjóðfélag hefur traustari undirstöður en þær en að einhverjir klósettkafarar geti grafið undan því. Ég held að íslenskt þjóðfélag sé sterkari en það. Menn eigi ekki að hafa áhyggjur af þessum hlutum.

Það sem menn eiga að hafa áhyggjur af er hvort börn okkar fái alvöru menntun og hvort að þeir sem gefi þessa mennntun hafi raunverulega burði til þess. Allt annað er hjómur einn. Gefið börnum okkar grikkja einsog Aristoteles til að kenna okkur líffræði. Gefið börnum okkar Gyðing einsog Albert Einstein til að kenna okkur eðlisfræði. Gefið okkur kínverskan Confucius til að kenna okkur siðfræði. Og gefið þeim fullt af pening. Helst meira en einvherjum Group forstjórum.

Ef okkur tekst að ala upp vel upplýsta einstaklinga, sem hafa einlægan áhuga á umhverfi sínu og virkilegan vilja til að bæta það, þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur af öðru. Allar þessar áhyggjur af erlendum áhrifum og glötun íslenskra verðmæta stafar bæði af skorti af viðsýni og vilja til aðskilja samhengi Íslands við veröldina.

Á sama tíma er mönnum frjálst að hafa skap og gáfur til að nýta sér það til bóta og frumlegheita að eiga sér sérstækt tungumál og uppeldi, en ef svo er þá eiga menn að reyna að sáldra því um heimsins byggð, því að aldrei verður þar skortur á þrá fyrir hugmyndum og innblæstri.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

"Það sem menn eiga að hafa áhyggjur af er hvort börn okkar fái alvöru menntun og hvort að þeir sem gefi þessa mennntun hafi raunverulega burði til þess. Allt annað er hjómur einn.[...]Og gefið þeim fullt af pening. Helst meira en ein(hv)erjum Group forstjórum."

Glæsilegt.

Því miður er það svo að tískubólan kennarahatur mun gera þetta afskaplega erfitt.
Menn eru svo uppteknir við að telja upp dásemdir kennarastarfsins, m.a. endalaus frí og fleira góðgæti.
Svo uppteknir að þeir hafa vart tíma til að sækja sjálfir um þessi meintu útópíustörf.

Sem sonur menntaskóla- og háskólakennara hefur þetta ævinlega farið í taugarnar á mér. Enda sá ég lítið af föður mínum í uppeldinu. Hann var lokaður inn á skrifstofu með fagbækurnar, prófin og heimaverkefnin flest kvöld í minni barnæsku.
Það var eftir að vinnutíma hans "lauk".

18. desember 2007 kl. 05:15  

Skrifa ummæli

<< Home