sunnudagur, 13. janúar 2008

Á að drepa feita manninn?

Stjórnlaus lest stefnir á fleygiferð inn í 5 manna hóp. Þú einn getur breytt stýristöng á síðustu stundu þannig að lestin fari á aðra teina og hlífi hópnum, en á móti kemur að á þeirri braut mun einn maður verða fyrir lestinni. Hvað gerir þú?

Stjórnlaus lest stefnir á fleygiferð inn í 5 manna hóp. Þú einn getur stöðvað ferð lestarinnar og þannig hlíft hópnum, en til þess þarftu að hrinda feitum manni sem stendur þar hjá fyrir lestinni. Hvað gerir þú?

Svo virðist mikill meirihluti mannkyns sé til í að fórna manni í fyrra tilfellinu, en ekki í því seinna, þótt að útkoman sé hin sama. Þetta eru ótvíræðar niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið yfir helstu menningarsvæði, óháð tungumálum og trúarbrögðum.

Þetta rennir ákveðnum stoðum undir þá kenningu að siðferði eða siðferðiskennd sé sammannlegur eiginleiki, og því fremur afurð náttúruvals en einstakrar menningar. Hið góða og illa orðið að fínstillingu heilaboða til að hámarka fjölda afkvæma.

Mörgum kann að hrylla við svona nöturlega neó-Darwíníska heimssýn, þótt að mér finnist hún reyndar ósköp snotur. En það er kannski óþarfi að óttast að með þessari sýn missum við endanlega alla siðferðiskennd - Það er að minnsta kosti álit Steven Pinkers, prófessor í sálfræði við Harvard sem skrifar þessa ágætis grein í New York Times: The Moral Instinct.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home