Hnífar, börn og aðrir hættulegir hlutir
Hnífar og hnífasett af öllum gerðum hafa verið mikið í kastljósinu síðustu daga og vikur. Merkilegt nokk þá hefur það sama verið upp á teningum hjá okkur feðgunum í Shanghai. Tilefnið var ekki makíavelísk tragíkómedia Reykvískra borgarmála, heldur þessi stutti en merki fyrirlestur sem bér barst frá starfsfélaga fyrir nokkru (hann má líka skoða hér fyrir neðan). Þar mælir fyrirlesari að nafni Gever Tully fyrir fimm hættulegum hlutum sem foreldrar ættu að leyfa börnum sínum að prófa. Leika sér með eld og keyra bíl eru þar tekin sem dæmi.
Til að byrja með er vert að benda sérstaklega á þessa síðu: www.ted.com. Þetta er heimasíða árlegrar ráðstefnu sem kallast TED (Technology, Entertainment, Design) þar sem stefnt er saman spekingum af ýmsum toga og úr ýmsum áttum, en sem hafa það sammmerkt að hafa frá einhverju merkilegu og óvenjulegu að segja. Þarna má finna tölur eftir jafn ólíka einstaklinga og rithöfundinn Isabellu Allende, líffræðinginn Richard Dawkins og arkitektinn Frank Gehry. Hægt er að skoða þessa fyrirlestra frítt, og má þar finna ýmsar perlur.
Tilefni þesarra skrifa var þó þetta fyrrnefnda erindi um fimm hættulega hluti sem foreldrar ættu að leyfa börnum sínum að prófa. Í viðbót við leik með eld og bílaleik, nefnir hann hnífaleikni, spjótfimi og að taka ýmis tæki í sundur og setja saman aftur. Ég held að það sé mikil til í þessu, og við þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég fékk minn fyrsta hníf. Ég hef verið líklega um 8 eða 9 ára, og var þetta forláta Swiss Army hnífur með allskyns tólum og blöðum. Ég man það vel hversu mér þótti vænt um þennan hníf og hvað hann kom að ýmsum notum í gegnum árin. Í þá daga, tíðkaðist að börn, og þá sérstaklega strákar, værum frekar með dálk en vasahníf. Þessi nýji hnífur var svona nokkuð fútúrískur miðað við það, og kunni ég vel við það.
Ég afréð því um daginn að brydda uppá þessu við eldri strákinn, enda hann orðinn 8 ára. Honum þótti þetta hin merkilegasta hugmynd, og linnti ekki látum fyrr en ég hafði lofað því að festa kaup á slíkan grip. Að sjálfsögðu bættist yngri strákurinn í kórinn við þessa uppákomu og þannig enduðum við allir þrír feðganir í slydduni hér í Shanghai í leit að Victorinox sala. Slíkt fannst loks, og voru tveir hnífar keyptir (einn minni fyrir þann yngri) og ég stóðst freistinguna að kaupa einn handa mér.
Síðan þá hafa gamlar trjágreinar ummyndast í boga og örvar hér á eldhúsgólfinu og engin stórslys á fólki enn sem komið er (nema á nágrannastráknum, en það er annað mál). Spjótkastið getur ekki verið langt undan, og væntanlega þurfum við einhverntímann að kveikja í öllu sprekinu í vorhreingerningum. Spurning hvenær þeir taka sjónvarpið eða þvottavélina í sundur, en þeir hafa amk tólin til þess. Við erum bíllaus í Shanghai, þannig að sá þáttur verður líklega að bíða betri tíma.
Til að byrja með er vert að benda sérstaklega á þessa síðu: www.ted.com. Þetta er heimasíða árlegrar ráðstefnu sem kallast TED (Technology, Entertainment, Design) þar sem stefnt er saman spekingum af ýmsum toga og úr ýmsum áttum, en sem hafa það sammmerkt að hafa frá einhverju merkilegu og óvenjulegu að segja. Þarna má finna tölur eftir jafn ólíka einstaklinga og rithöfundinn Isabellu Allende, líffræðinginn Richard Dawkins og arkitektinn Frank Gehry. Hægt er að skoða þessa fyrirlestra frítt, og má þar finna ýmsar perlur.
Tilefni þesarra skrifa var þó þetta fyrrnefnda erindi um fimm hættulega hluti sem foreldrar ættu að leyfa börnum sínum að prófa. Í viðbót við leik með eld og bílaleik, nefnir hann hnífaleikni, spjótfimi og að taka ýmis tæki í sundur og setja saman aftur. Ég held að það sé mikil til í þessu, og við þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég fékk minn fyrsta hníf. Ég hef verið líklega um 8 eða 9 ára, og var þetta forláta Swiss Army hnífur með allskyns tólum og blöðum. Ég man það vel hversu mér þótti vænt um þennan hníf og hvað hann kom að ýmsum notum í gegnum árin. Í þá daga, tíðkaðist að börn, og þá sérstaklega strákar, værum frekar með dálk en vasahníf. Þessi nýji hnífur var svona nokkuð fútúrískur miðað við það, og kunni ég vel við það.
Ég afréð því um daginn að brydda uppá þessu við eldri strákinn, enda hann orðinn 8 ára. Honum þótti þetta hin merkilegasta hugmynd, og linnti ekki látum fyrr en ég hafði lofað því að festa kaup á slíkan grip. Að sjálfsögðu bættist yngri strákurinn í kórinn við þessa uppákomu og þannig enduðum við allir þrír feðganir í slydduni hér í Shanghai í leit að Victorinox sala. Slíkt fannst loks, og voru tveir hnífar keyptir (einn minni fyrir þann yngri) og ég stóðst freistinguna að kaupa einn handa mér.
Síðan þá hafa gamlar trjágreinar ummyndast í boga og örvar hér á eldhúsgólfinu og engin stórslys á fólki enn sem komið er (nema á nágrannastráknum, en það er annað mál). Spjótkastið getur ekki verið langt undan, og væntanlega þurfum við einhverntímann að kveikja í öllu sprekinu í vorhreingerningum. Spurning hvenær þeir taka sjónvarpið eða þvottavélina í sundur, en þeir hafa amk tólin til þess. Við erum bíllaus í Shanghai, þannig að sá þáttur verður líklega að bíða betri tíma.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home