Leyndardómar Bankanna
Ert þú meðal þeirra sem eru týndir eftir að heyra minnst á hluti einsog endurhverf viðskipti eða bindiskyldu? Áttu erfitt með að átta þig á hvernig hægt er að efna til skulda sem eru 12föld þjóðarframleiðslan? Eða afhverju ein króna er skyndilega orðin af hálfri krónu?
Ef svo er, þá gæti þessi rafræna bók: The Mystery of Banking eftir Murray Rothbard, verið fróðleg lesning fyrir þig. Góður vinur minn, Kristján Valur benti á þessa bók, en þetta er 25 ára gömul bók sem útskýrir með einföldum og skýrum hætti uppruna peninga og grundvöll bankastarfsemi. Reyndar var höfundurinn meðlimur í think-tank sem kennir sig við anarkíska frjálshyggju, sem m.a. Ron Paul, einn af óvenjulegri forsetaframbjóðendum Repúblíkanna er lauslega tengdur við. Ég er ekki viss um að slík frjálshyggja eigi upp á pallborðið í dag, en gagnrýni þeirra á bankakerfið er hinsvegar góð og gild. Lágmarks stærðfræðikunnátta hjálpar, en hægt að komast af án hennar.
Hér er smá quote:
Where did the money come from? It came—and this is the most important single
thing to know about modern banking—it came out of thin air. Commercial banks—that is, fractional reserve banks—create money out of thin air. Essentially they do it
in the same way as counterfeiters. Counterfeiters, too, create money out of thin
air by printing something masquerading as money or as a warehouse receipt for
money. In this way, they fraudulently extract resources from the public, from the
people who have genuinely earned their money. In the same way, fractional reserve banks counterfeit warehouse receipts for money, which then circulate as equivalent to money among the public. There is one exception to the equivalence: The law
fails to treat the receipts as counterfeit.
2 Comments:
Svona viðhorf gagnvart fjármálastarfssemi er einföldun og merki um slælegan skilning á hagfræði og bankastarfsemi. Þetta er "of" mikil einföldun - skrifað á tungumáli sem almúginn skilur en verður þrátt fyrir lesturinn sáralítið, ef eitthvað, upplýstari um raunverulegan rekstrargrundvöll fjármálastofnana. Eins og Einstein sagði eitt sitt: Höfum hlutina eins einfalda og hægt er - en ekki einfaldari!....Þessi bók(bækur) er(u) einfaldari...
J'aime bien tes articles. Continue sur ta lancée!
Maman
Skrifa ummæli
<< Home