mánudagur, 13. október 2008

Handalögmál hjá smærri fjárfestum

imageUm 800 fjárfestar, flestir ellilífeyrisþegar, safnast saman til að mótmæla framferði banka. Þeir halda því fram að bankar hafi sannfært þau að leggja aleigu sína inn á hlutabréfareikninga sem virkuðu einsog bankareikningar og áttu að vera 100% örugg en séu nú orðin verðlaus.

Hljómar kunnuglega? Er fundurinn á Lækjartorgi?

Nei, þessi atburðarás á sér stað í Hong-Kong eftir fall Lehman Brothers, og stjórnvöld þar nú í óðaönn að skoða hvort hægt sé að draga banka til ábyrgðar vegna misvísandi upplýsinga við sölum á slíkum vafningum.

"First, the mini-bonds were misnamed, giving the appearance of being a relatively safe bet. As it turned out, however, these so-called bonds, advertised as "low-risk" at many of the 21 licensed banks that sold them, were actually complexly structured, high-risk, credit-linked notes, which are in fact high-risk credit derivative products based on gambling-like credit default swaps. These derivatives are so complicated that even some local financial experts have difficulty understanding and explaining how they work."

Kannski ágætt að fylgjast með hvernig þetta verður höndlað hjá þeim, því að þar fara þó sviknir fjárfestar út á götu. Kannski of kalt heima.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Endilega fylgstu með þessu og gefðu upplýsingar. Okkur Íslendinga vantar almennilegar upplýsingar. Fjölmiðlarnir okkar eru ömurlegir. Eyjan, Jonas og larahanna.blog.is eru bezt.

13. október 2008 kl. 22:16  

Skrifa ummæli

<< Home