miðvikudagur, 15. október 2008

Franska mafían á Íslandi

baguette Fyrir rúmlega 30 árum eða svo var gjaldeyrisskömmtun enn við lýði. Við fjölskyldan höfðum flust til Íslands nokkrum árum fyrr og þurftum við börnin þá að ganga í gegnum ákveðið aðlögunarskeið til að venjast íslensku mataræði. Móðir mín gerði hvað hún gat til að finna eitthvað innflutt góðmeti, en það var þá helst að finna í rándýrum nýlenduvöruverslunum einsog á horni Laugavegs og Skólavörðustígs, eða þá í verslunum Silla og Valda, þá m.a. við hliðiná Hotel Holti og bara fyrir útgerðargreifa að versla þar. En jafnvel þar var ekki hægt að nálgast guðafæði einsog saucisson eða rocquefort ost.

En litla franska samfélagið á Íslandi dó ekki ráðalaust, og einsog í 'Allo Allo' þætti var fljótlega komin lítil andspyrnuhreyfing, sem með háleynilegum aðgerðum setti upp flókin smyglhring sem kom ýmsu góssi áleiðis til sveltra frakka. Það var sérstaklega í kringum Jólin sem von var á góðu, og man ég eftir foie gras dósum og heilu kössunum af mandarínum, sem einhvernveginn komust í gegnum stíft eftirlit stjórnvalda.

Aldrei vissi ég hvaða huldumenn stóðu fyrir þessu, en sögur voru á kreiki að sést hefði til ýmissa 'attaché culturel' sveiflandi diplómatapössum með vel troðnar töskur sem lyktuðu sérkennilega.

Kannski er kominn tími til að vekja upp þessa sofandi sellu.

3 Comments:

Blogger dori said...

Já, þetta voru skemmtilegir tímar: eða, er það bara minningin sem litar bleiku yfir, líkt og andspyrnu ástarsambönd stríðsáranna. Ég man líka Toblerone og Makkintos og flugmenn og sjómenn voru hetjur hverdagsins! Alltaf verið að leita að því sem er hinum megin grindverksins. Nú svo er að minnast bjórinnflutningsins. Bjór var fínasti drykkur veraldar þar sem hann var ófáanlegur á landinu. Fólk flaggaði bjórnum þegar það átti nokkrar dósir til að hafa með mat í fínum veislum.

15. október 2008 kl. 15:59  
Blogger dori said...

Já, þetta voru skemmtilegir tímar: eða, er það bara minningin sem litar bleiku yfir, líkt og andspyrnu ástarsambönd stríðsáranna. Ég man líka Toblerone og Makkintos og flugmenn og sjómenn voru hetjur hverdagsins! Alltaf verið að leita að því sem er hinum megin grindverksins. Nú svo er að minnast bjórinnflutningsins. Bjór var fínasti drykkur veraldar þar sem hann var ófáanlegur á landinu. Fólk flaggaði bjórnum þegar það átti nokkrar dósir til að hafa með mat í fínum veislum.

15. október 2008 kl. 16:00  
Blogger J. Valsson said...

Skemmtileg saga. Gaman er að bera saman neysluvenjur frönsku "mafíunnar" á Íslandi og þeirrar íslensku á Norðurlöndunum. Þeir síðarnefndu létu sér nægja Ora fisibollur, harðfisk og malt.

15. október 2008 kl. 18:20  

Skrifa ummæli

<< Home