miðvikudagur, 5. nóvember 2008

Ragnarök og veldisvöxtur

image Eftirfarandi stafræni fyrirlestur hefur verið á flakki á netinu undanfarið. Í 20 köflum er núverandi efnahagskrísa sett í samhengi við orkunotkun okkar, umhverfi og eðli þess veldisvaxtar sem við höfum lifað í síðustu 100 árin eða svo. Allt saman nokkuð sannfærandi framsett og minnir á boðskap Jared Diamonds á stundum.

Niðurstaðan er í meginatriðum: heimurinn er fucked, og Íslendingar líklega í stúkusæti, enda reynist síðasti kaflinn vera nokkuð greinargóð lýsing á ástandinu á Íslandi í dag án þess að það sé nefnt sérstaklega.

2 Comments:

Blogger Unknown said...

Algerlega frábær fyrirlestraröð.

Ég fékk hins vegar aðra tilfinningu en þú um framtíð Íslands við lesturinn.

Næg orka, allríkar náttúruauðlindir aðrar og ágætur fyrirliggjandi "infrastrúktúr" (samgöngu- og fjarskiptakerfi, o.s.frv.) og hreinlega fjarlægð frá nágrönnum okkar setur Ísland til langs tíma í miklu betri stöðu en Bandaríkin, sem eru jú miðpunktur Crash Course-ins.

5. nóvember 2008 kl. 18:18  
Blogger Birgitta Jónsdóttir said...

takk kærlega fyrir að benda á þetta, segi eins og Hjalli, sé þarna tækifæri til sjálfbærni, en það þarf að huga að því eigi síðar en núna.

spurning hvort að ekki væri bara hreinlega best fyrir okkur að lýsa landið gjaldþrota og byrja upp á nýtt á öllu. finnst ógeðfellt að veðsetja vinnu þeirra sem eftir koma - ef við gerum það þá ætti þessi eyja að heita þrælaland...

7. nóvember 2008 kl. 22:13  

Skrifa ummæli

<< Home