þriðjudagur, 3. febrúar 2009

20 miljónir missa vinnuna


Kínversk stjórnvöld tilkynntu nýlega að um 20 miljónir farandsverkamanna hefðu ekki fengið vinnu aftur eftir kínverska nýárið. Það hefur verið heilmikill fjöldi verkamanna sem hafa flutt úr sveitunum síðustu árin til að vinna við hina miklu uppbyggingu sem á sér stað í stórborgum Kína. Á kínverska nýárinu fara þeir flestir heim í sveitirnar til að fagna nýja árinu með fjölskyldunni. Á þessu ári áttu 20 miljónir ekki afturkvæmt þaðan, enda iðnaðarframleiðsla að dragast saman samhliða samdrætti í neyslu um allan heim.

Þetta er dálítið mikið af fólki.

2 Comments:

Blogger Lára Ómarsdóttir said...

Vissulega eru 20 milljónir mikið af fólki. Það eru tæplega 2% af öllum sem búa í Kína.

Hér á landi þyrfti því 6.328 manns að vera án atvinnu til að ná sama fjölda miðað við höfðatölu.

Til gamans má geta þess að ef hlutfallslega jafnmargir væru án atvinnu í Kína og hér þá væru um 42 milljónir manna atvinnulausir í Kína

3. febrúar 2009 kl. 18:27  
Blogger kjartan said...

vandamálið er að þetta gerist á mjög stuttum tíma og í þjóðfélagi þar sem er í raun lítið sem ekkert öryggisnet. Þótt að það teljist sósíalískt þá fer því fjarri að Kína búi yfir samskonar velferðarþjónustu einsog t.d. á Norðurlöndum. Það er stundum sagt að það séu tvö lönd í heiminum þar sem menn geta orðið gjaldþrota við það að veikjast alvarlega: Bandaríkin og Kína. Fyrir marga af þessu fólki blasir einungis sár fátækt, sérstaklega þar sem þeir voru í flestum tilfellum eina fyrirvinnan hjá stórum fjölskyldum.

3. febrúar 2009 kl. 21:46  

Skrifa ummæli

<< Home