föstudagur, 30. janúar 2009

Maður á vír


Eða 'Man on Wire' á frummálinu er nýleg heimildarmynd einsog þær gerast allra bestar. Hún fjallar um mann sem er gagntekinn af gjörsamlega tilgangslausum en fallega ljóðrænum draumi um að ganga á mjóum vír strengdum milli turnanna tveggja á World Trades Center. Hún lýsir svo hvernig honum tekst að hrífa með sér hóp af misjöfnum lúserum sem með ótrúlegri þolinmæði og smá heppni tekst loks að láta drauminn rætast.

Það er erfitt að að lýsa nákvæmlega hvað það er sem er svo hrífandi við myndina, en ég held að það sé eitthvað með að gera eitthvað án tilgangs nema fyrir upplifelsið og fegurðina.

The seemingly meaningless pursuit of tangential issues, einsog einhver orðaði það.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Frábær mynd.

30. janúar 2009 kl. 23:10  

Skrifa ummæli

<< Home