Icesave og ESB: pólítísk skiptimynt
Bankaáhlaup er Akkilesarhæll nútima fjármálastarfsemi. Það er einfaldlega útaf því að útlán banka eru alltaf hærri en innlán, og ef allir ákveða að taka út sína peninga á sama tíma, þá er voðinn vís.
Það er þess vegna að það er ávallt farið með vandamál banka einsog mannsmorð.
Afstaða breskra og hollenskra yfirvalda gagnvart íslenska ríkinu og Icesave verður að skiljast í því samhengi.
Innistæðutryggingar er fyrirbrigði sem innleitt var í Bandaríkjunum eftir kreppuna miklu í 1929, þar sem fjöldi banka fóru á hausinn útaf bankaáhlaupum. Síðan þá hafa menn almennt talið að slíkar tryggingar hafi komið í veg fyrir slík áhlaup.
Fall Lehman Brothers og Northern Rocks gerðu mönnum ljóst að þessi viska væri ekki endilega algild, og að glæfraleg útbreiðsla nýrra og flókinna fjármálagjörninga gerði það að verkum að ábyrgðir banka voru langtum hærri en venjulegar innistæðutryggingar gerðu ráð fyrir (ég tala ekki um það þegar slíkar tryggingar voru höndlaðar með hálfum huga, einsog hér á landi).
Fall íslensku bankanna í kjölfarið kom á þeim tíma þar sem hvurslags efasemdir um innistæðutryggingar hefði afhjúpað grundvallarveikleika á evrópsku bankakerfi, sér í lagi með hliðsjón af því að stór hluti útlána evrópskra banka voru í frekar vafasömum fjárfestingum til austurs, og líklegt að erfitt væri að koma þeim í verð ef allir innistæðueigendur tæku uppá því að taka út sína peninga í massavís.
það er í þessu samhengi sem verður að skilja þá óvenjulegu samstöðu allra ESB ríkja gagnvart Íslendingum: Það mátti einfaldlega aldrei ala upp þann efa hjá almenningi að það væri ekki innistæða fyrir innlánum evrópskra banka.
Staðreyndin er náttúrulega allt önnur.
Ef allir innistæðueigendur ESB myndu taka út sína peninga á sama tíma, þá færi ESB á hliðina, og líklega allur heimurinn í kjölfarið. Innistæðutryggingar myndu ekki nægja nema fyrir lítinn hluta af þessu öllu saman.
Þegar út í það er hugsað, þá er ljóst að Icesave samningurinn er í raun stórkostleg PR skiptimynt fyrir ESB aðild, en það er bara ef samið er um aðild á undan. Ég er pínuhræddur að ef Icesave samningur er samþykktur á undan ESB umsókn, þá séu íslendingar í raun búnir að missa nokkur spil í hendi.
ESB virðist hafa snúið þessu á hvolf, en mig grunar að vegna þess hvað bankaáhlaup og umræða um þau eru viðkvæm mál, þá myndu þeir alls ekki kæra sig um mikla umræðu um hversu núverandi innistæðutryggingarkerfi var í raun nálægt algjöru hruni fyrir tæpu ári síðan. Það er tromp sem mér finnst að íslensk stjórnvöld hefðu átt að nýta sér betur.
Kannski þau hafi gert það og segi ekki frá því. Maður veit sosum ekki, en mér sýnist ekki. Í staðinn samþykkjum við 'feel good' samning við breta og hollendinga, svo að allir innistæðueigendur þar finni ekki fyrir því kerfislæga hruni sem varð á Íslandi, en hefði svo hæglega getað smitast út yfir alla álfuna. Í kjölfarið kemur Ísland veikt og bugað til aðildarviðræðna sem ljóti andarunginn sem skildi ekkert í því hvernig bankakerfi virkaði.
En líklega er of seint að snúa þessu við.
Það er þess vegna að það er ávallt farið með vandamál banka einsog mannsmorð.
Afstaða breskra og hollenskra yfirvalda gagnvart íslenska ríkinu og Icesave verður að skiljast í því samhengi.
Innistæðutryggingar er fyrirbrigði sem innleitt var í Bandaríkjunum eftir kreppuna miklu í 1929, þar sem fjöldi banka fóru á hausinn útaf bankaáhlaupum. Síðan þá hafa menn almennt talið að slíkar tryggingar hafi komið í veg fyrir slík áhlaup.
Fall Lehman Brothers og Northern Rocks gerðu mönnum ljóst að þessi viska væri ekki endilega algild, og að glæfraleg útbreiðsla nýrra og flókinna fjármálagjörninga gerði það að verkum að ábyrgðir banka voru langtum hærri en venjulegar innistæðutryggingar gerðu ráð fyrir (ég tala ekki um það þegar slíkar tryggingar voru höndlaðar með hálfum huga, einsog hér á landi).
Fall íslensku bankanna í kjölfarið kom á þeim tíma þar sem hvurslags efasemdir um innistæðutryggingar hefði afhjúpað grundvallarveikleika á evrópsku bankakerfi, sér í lagi með hliðsjón af því að stór hluti útlána evrópskra banka voru í frekar vafasömum fjárfestingum til austurs, og líklegt að erfitt væri að koma þeim í verð ef allir innistæðueigendur tæku uppá því að taka út sína peninga í massavís.
það er í þessu samhengi sem verður að skilja þá óvenjulegu samstöðu allra ESB ríkja gagnvart Íslendingum: Það mátti einfaldlega aldrei ala upp þann efa hjá almenningi að það væri ekki innistæða fyrir innlánum evrópskra banka.
Staðreyndin er náttúrulega allt önnur.
Ef allir innistæðueigendur ESB myndu taka út sína peninga á sama tíma, þá færi ESB á hliðina, og líklega allur heimurinn í kjölfarið. Innistæðutryggingar myndu ekki nægja nema fyrir lítinn hluta af þessu öllu saman.
Þegar út í það er hugsað, þá er ljóst að Icesave samningurinn er í raun stórkostleg PR skiptimynt fyrir ESB aðild, en það er bara ef samið er um aðild á undan. Ég er pínuhræddur að ef Icesave samningur er samþykktur á undan ESB umsókn, þá séu íslendingar í raun búnir að missa nokkur spil í hendi.
ESB virðist hafa snúið þessu á hvolf, en mig grunar að vegna þess hvað bankaáhlaup og umræða um þau eru viðkvæm mál, þá myndu þeir alls ekki kæra sig um mikla umræðu um hversu núverandi innistæðutryggingarkerfi var í raun nálægt algjöru hruni fyrir tæpu ári síðan. Það er tromp sem mér finnst að íslensk stjórnvöld hefðu átt að nýta sér betur.
Kannski þau hafi gert það og segi ekki frá því. Maður veit sosum ekki, en mér sýnist ekki. Í staðinn samþykkjum við 'feel good' samning við breta og hollendinga, svo að allir innistæðueigendur þar finni ekki fyrir því kerfislæga hruni sem varð á Íslandi, en hefði svo hæglega getað smitast út yfir alla álfuna. Í kjölfarið kemur Ísland veikt og bugað til aðildarviðræðna sem ljóti andarunginn sem skildi ekkert í því hvernig bankakerfi virkaði.
En líklega er of seint að snúa þessu við.
2 Comments:
Þakka færsluna hún var fræðandi.Man hvað bankarnir voru í góðum málum samkvæmt vitnisburði stjórnenda þeirra alveg fram á daginn fyrir hrun.Hörður Halldórsson
Ef Icesave er hafnað í þinginu en ESB aðildarumsókn samþykkt er ekkert því til fyrirstöðu að þetta sé rætt samhliða. Það liti bara svo annsi illa út fyrir ESB-aðildarsinna sem hafa barist á tá og fingri til að forðast samtengingu á þessum tvemur málum.
Skrifa ummæli
<< Home