Lögbann: Allt í plati

Líklegra er að þarna séu lögspekingar að baktryggja sig gagnvart hugsanlegum málsóknum viðskiptavina. Nú geta þeir afsakað sig með því að þeir hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir dreifingu hins forboðna sannleika.
Ef lögbannsúrskurði er hnekkt, þá er spurning hvort ekki sé kominn grundvöllur til að 'leka' samsvarandi gögnum frá öðrum bönkum, svo að jafnræðis sé gætt. Ég held að menn muni ekki fá nokkurn botn í spilaborginni fyrr en það liggur fyrir.
Annars bendi ég hér á gamla færslu þar sem ég bendi á að því fer fjarri að bankaleynd sé einhver heilög kýr. Hún þjónar augljóslega einungis þeim sem hafa eitthvað að fela.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home