laugardagur, 18. júlí 2009

Viðskiptafræðingur ársins 2008

var að mati félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga herra Karl Wernersson.

Þetta er fyllilega skiljanleg niðurstaða. Manninum tókst að láta Sjóvá tapa yfir 30 miljarða það ár, en fá samt rúmlega helminginn af því í arðgreiðslur. Á mælikvarða viðskiptafræðinga hlýtur þetta að teljast ippon.

Það fyndna er að talsmenn Sjóvá hamast á því í fjölmiðlum að segja hvað rekstur tryggingarfélagsins hafi verið góður. Ef tryggingarfélag hefur efni á því að tapa 30 miljörðum og á sama tíma greiða út helminginn í arð, þá hljóta iðgjöldin hjá því að vera of há. Kannski spurning að fólk snúi sér að öðrum félögum?

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Karl kemur þá sterkur inn 2009 í flokki VERSTU...
http://www.amx.is/vidskipti/8408/

18. júlí 2009 kl. 05:42  
Anonymous Nafnlaus said...

Voru þetta rifsberjaverðlaunin?

18. júlí 2009 kl. 15:11  
Anonymous Nafnlaus said...

Tær snilld!!

Bestu kveðjur til ykkar frá Panamá!

Þorfinnur

18. júlí 2009 kl. 23:50  
Anonymous Nafnlaus said...

Fólk á ekki að versla í apótekum Karls Wernerssonar:
LYF OG HEILSU, APÓTEKARANUM OG SKIPHOLTSAPÓTEKI EÐA Í GLERAUGNAVERSLUNINNI Í MJÓDD. Það er búið að moka nóg í þennan mann.

22. júlí 2009 kl. 07:51  
Anonymous Nafnlaus said...

Nýjasti skandallinn er svo að fjármálaráðuneytið hefur ráðið fyrrverandi starfsmenn Milestone til að endurskipuleggja sparisjóðina, á sama tíma og sérstakur saksóknari er að rannsaka afbrot þeirra hjá Milestone. Þjóðin á að rísa upp gegn svona spillingu.

26. júlí 2009 kl. 17:12  
Anonymous Nafnlaus said...

SVIKAHRAPPUR ÁRSINS 2009: KARL WERNERSSON !!!

26. júlí 2009 kl. 17:15  

Skrifa ummæli

<< Home