föstudagur, 30. janúar 2009

Maður á vír


Eða 'Man on Wire' á frummálinu er nýleg heimildarmynd einsog þær gerast allra bestar. Hún fjallar um mann sem er gagntekinn af gjörsamlega tilgangslausum en fallega ljóðrænum draumi um að ganga á mjóum vír strengdum milli turnanna tveggja á World Trades Center. Hún lýsir svo hvernig honum tekst að hrífa með sér hóp af misjöfnum lúserum sem með ótrúlegri þolinmæði og smá heppni tekst loks að láta drauminn rætast.

Það er erfitt að að lýsa nákvæmlega hvað það er sem er svo hrífandi við myndina, en ég held að það sé eitthvað með að gera eitthvað án tilgangs nema fyrir upplifelsið og fegurðina.

The seemingly meaningless pursuit of tangential issues, einsog einhver orðaði það.

fimmtudagur, 29. janúar 2009

Skattaskjól í Panama: hreint listform


Eftir að hafa lesið þessa frétt, þá fór ég að forvitnast um skattalega meðhöndlun í Panama. Smá gúggl leiddi mig inn á þessa síðu.

Þetta er nokkuð kostulegur vefur sökum þess að hann upplýsir fólk hvernig það á að framkvæma skattsvik með því að segja fólki nákvæmlega hvað það má alls ekki gera. Væntanlega er þetta skrifað í þessum stíl til að forðast hugsanlegar lögsóknir, en þeir mega eiga það að þessir fjármálamenn sýna ótrúlega hugkvæmni. Creative accounting er greinilega listform :)

Hér er til dæmis útskýring á því hvernig menn geta tekið peninga út úr offshore reikningum án þess að borga skatta með því að 'lána' sér peninga, en hætta svo að borga af láninu eftir 5-6 ár, þegar skylda til að geyma bókhaldsgögn rennur út. Þannig er hægt að má út sönnunargögnin, og varla ferð þú sjálfur að innheimta lánið sem þú gafst sjálfum þér:

Is there any way to bring money onshore and pay taxes later or never? How about a loan or mortgage? What if an offshore corporation was to lend you money, or give you a mortgage? To be a valid mortgage, you would have to pay interest payments of course just like a normal mortgage (or loan). The following is an illegal loophole we do NOT recommend to anyone. In fact, this is a good example of where tax planning can become tax evasion: After 6 or 7 years, depending on the jurisdiction, records can be destroyed legally (and should be!). After that period one could theoretically stop making payments and default on the mortgage. At that point the only person that would know would be the offshore corporation since it ceased to received payments. If the offshore corporation doesn't come after you for the money, who would? Your records would all be destroyed after 6 or 7 years so nobody would know.