fimmtudagur, 23. október 2008

Leyndardómar Bankanna

prentun Ert þú meðal þeirra sem eru týndir eftir að heyra minnst á hluti einsog endurhverf viðskipti eða bindiskyldu? Áttu erfitt með að átta þig á hvernig hægt er að efna til skulda sem eru 12föld þjóðarframleiðslan? Eða afhverju ein króna er skyndilega orðin af hálfri krónu?

Ef svo er, þá gæti þessi rafræna bók: The Mystery of Banking eftir Murray Rothbard, verið fróðleg lesning fyrir þig. Góður vinur minn, Kristján Valur benti á þessa bók, en þetta er 25 ára gömul bók sem útskýrir með einföldum og skýrum hætti uppruna peninga og grundvöll bankastarfsemi. Reyndar var höfundurinn meðlimur í think-tank sem kennir sig við anarkíska frjálshyggju, sem m.a. Ron Paul, einn af óvenjulegri forsetaframbjóðendum Repúblíkanna er lauslega tengdur við. Ég er ekki viss um að slík frjálshyggja eigi upp á pallborðið í dag, en gagnrýni þeirra á bankakerfið er hinsvegar góð og gild. Lágmarks stærðfræðikunnátta hjálpar, en hægt að komast af án hennar.

Hér er smá quote:

Where did the money come from? It came—and this is the most important single
thing to know about modern banking—it came out of thin air. Commercial banks—that is, fractional reserve banks—create money out of thin air. Essentially they do it
in the same way as counterfeiters. Counterfeiters, too, create money out of thin
air by printing something masquerading as money or as a warehouse receipt for
money. In this way, they fraudulently extract resources from the public, from the
people who have genuinely earned their money. In the same way, fractional reserve banks counterfeit warehouse receipts for money, which then circulate as equivalent to money among the public. There is one exception to the equivalence: The law
fails to treat the receipts as counterfeit.

fimmtudagur, 16. október 2008

Íslenskar eignir til sölu í Hong Kong

framtidarhus Einhverjir báðu mig um að halda áfram að koma með smá fjármálafréttir frá Asíu. Það reyndist ekki vera erfitt að tína eitthvað til, þar sem forsíðufrétt viðskiptablaðs South Morning China Post í morgun reyndist tengjast Íslandi (lesendum til glöggvunar, þá er þetta dagblað gefið út á ensku í Hong Kong og þykir vera óháðasta kínverska blaðið sem þar er gefið út). Reyndar var mikil frétt um Ísland fyrir stuttu, en það var um ástandið heima fyrir.

Í þessari frétt í morgun kemur fram að tvö íslensk fyrirtæki séu að losa um stórar eignir í Hong Kong, og jafnvel búið að lækka söluverðið á þeim eitthvað. Annars vegar eru Sjóvá-Almennar að selja íbúðasamstæðu í Macau sem er enn í smíðun og var fyrir 2 árum keypt á $100M, en nú sé verið að reyna að selja hana fyrir svipað verð.

Hinsvegar séu Askar Capital að selja íbúðarhúsnæði í Hong Kong sem talið sé að hafi verið $20M virði á sínum tíma og sé nú einnig falt fyrir sama verð.

Eflaust allt saman skiljanlegar aðgerðir miðað við núverandi ástand. Blaðamaðurinn var þó að velta fyrir sér hvort þetta væri merki um það sem koma skal með aðra stóra erlenda fjárfesta í Hong Kong og Macau, og hvaða áhrif það gæti haft á fasteignaverð þar.

Hér er hlekkur á fréttina, en það þarf að vera áskrifandi til að lesa.

miðvikudagur, 15. október 2008

Franska mafían á Íslandi

baguette Fyrir rúmlega 30 árum eða svo var gjaldeyrisskömmtun enn við lýði. Við fjölskyldan höfðum flust til Íslands nokkrum árum fyrr og þurftum við börnin þá að ganga í gegnum ákveðið aðlögunarskeið til að venjast íslensku mataræði. Móðir mín gerði hvað hún gat til að finna eitthvað innflutt góðmeti, en það var þá helst að finna í rándýrum nýlenduvöruverslunum einsog á horni Laugavegs og Skólavörðustígs, eða þá í verslunum Silla og Valda, þá m.a. við hliðiná Hotel Holti og bara fyrir útgerðargreifa að versla þar. En jafnvel þar var ekki hægt að nálgast guðafæði einsog saucisson eða rocquefort ost.

En litla franska samfélagið á Íslandi dó ekki ráðalaust, og einsog í 'Allo Allo' þætti var fljótlega komin lítil andspyrnuhreyfing, sem með háleynilegum aðgerðum setti upp flókin smyglhring sem kom ýmsu góssi áleiðis til sveltra frakka. Það var sérstaklega í kringum Jólin sem von var á góðu, og man ég eftir foie gras dósum og heilu kössunum af mandarínum, sem einhvernveginn komust í gegnum stíft eftirlit stjórnvalda.

Aldrei vissi ég hvaða huldumenn stóðu fyrir þessu, en sögur voru á kreiki að sést hefði til ýmissa 'attaché culturel' sveiflandi diplómatapössum með vel troðnar töskur sem lyktuðu sérkennilega.

Kannski er kominn tími til að vekja upp þessa sofandi sellu.

mánudagur, 13. október 2008

Handalögmál hjá smærri fjárfestum

imageUm 800 fjárfestar, flestir ellilífeyrisþegar, safnast saman til að mótmæla framferði banka. Þeir halda því fram að bankar hafi sannfært þau að leggja aleigu sína inn á hlutabréfareikninga sem virkuðu einsog bankareikningar og áttu að vera 100% örugg en séu nú orðin verðlaus.

Hljómar kunnuglega? Er fundurinn á Lækjartorgi?

Nei, þessi atburðarás á sér stað í Hong-Kong eftir fall Lehman Brothers, og stjórnvöld þar nú í óðaönn að skoða hvort hægt sé að draga banka til ábyrgðar vegna misvísandi upplýsinga við sölum á slíkum vafningum.

"First, the mini-bonds were misnamed, giving the appearance of being a relatively safe bet. As it turned out, however, these so-called bonds, advertised as "low-risk" at many of the 21 licensed banks that sold them, were actually complexly structured, high-risk, credit-linked notes, which are in fact high-risk credit derivative products based on gambling-like credit default swaps. These derivatives are so complicated that even some local financial experts have difficulty understanding and explaining how they work."

Kannski ágætt að fylgjast með hvernig þetta verður höndlað hjá þeim, því að þar fara þó sviknir fjárfestar út á götu. Kannski of kalt heima.